Dómsmálaráðherra nýtur trausts Alþingis

Alþingi felldi vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í kvöld og hefur því verið skorið úr um að ráðherrann nýtur trausts Alþingis til starfa í embætti sínu.

33 þingmenn greiddu atkvæði gegn vantrauststillögunni sem borin var fram af þingmönnum þingflokka Samfylkingar og Pírata. 29 þingmenn studdu tillöguna. 1 þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna.