„Það tókst hundrað prósent“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

„Þegar menn skoða stöðug­leika­skil­yrðin, skoða stöðug­leika­skil­yrðin, stöðug­leika­samn­ing­ana, þá er ekki annað hægt að gera en að segja bra­vó. Þetta gekk hundrað pró­sent upp. Þrýst­ing­ur á krón­una var eng­inn. Verk­efnið var til þess ætlað að draga úr gjald­eyr­isójöfnuði sem var hætta á að myndaðist við upp­gjör gömlu slita­bú­anna. Það tókst hundrað pró­sent,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra á Alþingi í dag við óundirbúinni fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um söluferlið á Arion banka.

„Það er ekk­ert puk­ur og það er ekk­ert fúsk. Hátt­virt­ur þingmaður sat í rík­is­stjórn­inni sem gerði kauprétt­inn við Kaupþing á sín­um tíma. Hún kann­ast bara ekki við það,“ sagði ráðherra þegar þingmaðurinn sagði söluferlið óljóst og að mikilvægt væri að hætta pukri og fúski varðandi málsmeðferðina.

Bjarni sagði að stöðugleikaframlögin hafi á sínum tíma verið metin upp á rétt um 380 milljarða króna og að í dag séu þau metin á um 74 milljarða umfram það sem þá var. Sagði ráðherra að ef útboðið sem nú væri framundan gengi vel gæti ríkið átt upp í erminni aðra 20 milljarða frá Kaupþingi.

Nánar má lesa um málið á vef Alþingis hér og eins í frétt sem birtist á mbl.is í dag hér.