Námsmenn erlendis athugið!

Námsmenn á Norðurlöndunum sem hyggjast taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum í vor þurfa nú sjálfir að sækja um skráningu inn á kjörskrá gegnum vef Þjóðskrár Íslands, en áður fóru þeir sjálfkrafa inn á kjörskránna. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórnar skulu kjósendur vera á kjörskrá þar sem þeir voru skráðir þremur vikum fyrir kjördag, sem í ár ber upp á 5. maí.

Ferlið er einfalt og rafrænt þar sem notast er við rafræn skilríki eða Íslykil gegnum vef Þjóðskrár Íslands hér.

Búast má við að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefjist 31. mars nk. og eru námsmenn hvattir til að skrá sig tímanlega svo atkvæði þeirra verði örugglega gild í kosningunum. Hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sendiskrifstofum Íslands og einnig hjá fjölmörgum ræðismönnum í yfir 90 ríkjum heimsins, en lista yfir þá má finna hér á vef utanríkisráðuneytisins.