Menntun til framtíðar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins.

Það er fagnaðarefni að mennta­mál skuli hafa fengið aukið vægi í stjórn­má­laum­ræðu á síðustu dög­um. Ástæðan er þó ekki ánægju­leg, enn ein skýrsl­an er kom­in fram sem sýn­ir að mennta­kerfið okk­ar stend­ur höll­um fæti. Niður­stöðurn­ar staðfesta það sem vitað var, að við hlú­um ekki nægi­lega vel að framþróun í mennta­kerf­inu. Umræður hafa margsinn­is farið fram um slaka stöðu Íslands en fram­för nem­enda virðist miða hægt. Krafa um framtíðaráætl­un er skýr, áætl­un sem leiðir af sér vel hugsaðar breyt­ing­ar og mark­mið til ár­ang­urs. Við höf­um heyrt af­sak­an­ir um ágæti eða túlk­un kann­an­anna, m.a. að all­ar Norður­landaþjóðirn­ar séu að fær­ast neðar eða að heim­ur­inn sé að breyt­ast vegna tækni­fram­fara. Burt­séð frá því hljót­um við að geta verið sam­mála um að við get­um ekki unað við nú­ver­andi ástand. Öflugt mennta­kerfi er for­senda lífs­kjara, fjöl­breytts at­vinnu­lífs og hag­vaxt­ar. Mennta­kerfið okk­ar má ekki vera eft­ir­bát­ur annarra landa.

Við þurf­um að gera miklu bet­ur þegar kem­ur að stefnu í mennta­mál­um. Grund­vallar­færni í að lesa, reikna og skrifa er grunn­ur að öllu frek­ara námi. Næsta kyn­slóð verður að vera und­ir það búin að geta fylgt eft­ir hraðri þróun starfa. Stór hluti þeirra starfa sem þekkj­ast í dag verður horf­inn inn­an nokk­urra ára. Sjald­an hef­ur því verið mik­il­væg­ara að leggja aukna áherslu á grunn­fög­in. Þeir sem ekki geta t.d. lesið sér til gagns eru lík­legri til að hverfa fyrr úr námi. Um leið þarf að auka sveigj­an­leika, efla sköp­un­ar­gáfu, sam­skipta­hæfi­leika og fé­lags­hæfni sem eru mik­il­væg­ir þætt­ir m.a. til að auka hæfni til að bregðast við breyt­ing­um.

Sveigj­an­leiki er lyk­il­orð í fram­förum mennta­kerf­is­ins. Starfs­um­hverfi kenn­ara er eins­leitt, ekki nægi­lega aðlaðandi, og þá þarf að at­huga hvort leng­ing kenn­ara­náms­ins hafi frek­ar latt en hvatt kenn­ara­nema til starfs­ins. Þá verður að skoða hvort inn­tak kenn­ara­náms­ins sé eins og best verður á kosið til að tak­ast á við þau fjöl­breyttu verk­efni sem koma á borð kenn­ara. Kerfið á að hvetja kenn­ara til að gera enn bet­ur. Það á koma til móts við aukið álag í kennslu­stund­um og hvetja til skap­andi kennslu og nýj­unga.

Staða drengja er mikið áhyggju­efni. Það að gengi þeirra í skóla og lestr­arkunn­áttu hafi farið niður á við og and­leg líðan sé verri hlýt­ur að kalla á stór­átak og breyt­ingu í mennt­un og hvatn­ingu drengja. Til þess þarf fleiri orð en hér er leyft. Það má ekki líta fram­hjá því að skoða stöðu þeirra í sam­hengi við sjálfs­víg ungra karl­manna.

Mark­miðið á að vera að þeir ein­stak­ling­ar sem nema og starfa í ís­lensku mennta­kerfi hafi for­skot og þekk­ingu til að mæta öll­um framtíðar­kröf­um. Þeir hafi val og hvatn­ingu til að gera bet­ur. Til þess þarf stór­áták. Það er búið að ræða vand­ann oft, nú er lag að leysa hann.

Greinin „Menntun til framtíðar“ birtist í Morgunblaðinu 13. febrúar 2018.