Dómsmálaráðherra boðar til blaðamannafundar í dag, 2. febrúar, klukkan 13.15 í dómsmálaráðuneytinu við Sölvhólsgötu. Á fundinum mun Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynna áform um eflingu löggæslunnar í landinu. Einnig verður nýsamþykkt aðgerðaráætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu kynnt en ríkisstjórnin hefur lagt sérstaka áherslu á framkvæmd hennar á komandi árum. Ráðherra tekur við spurningum og verður einnig til viðtals um málið að loknum fundi sé þess óskað.