Lokatölur í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Talin hafa verið öll atkvæði í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, samtals 3826 atkvæði. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 59 talsins, því voru samtals 3885 greidd atkvæði.

Lokatölur

Eyþór L. Arnalds – 2320

Áslaug María Friðriksdóttir – 788

Kjartan Magnússon – 460

Vilhjálmur Bjarnason – 193

Viðar Guðjohnsen – 65