Nú fer heldur betur að hitna í kolunum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, sem haldið verður laugardaginn 27. janúar. Ýmis mál hafa tekið hitann og þungann af umræðunni, en sjaldnast með áherslu á viðhorfum og hagsmunum ungs fólks. Af því tilefni boðar Heimdallur frambjóðendur til fundar við unga Sjálfstæðismenn í Reykjavík, miðvikudaginn 24. janúar kl 20:15.
Það verður heitt á könnunni. Hlökkum til að sjá ykkur þar!