Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi liggja nú fyrir. Ásgerður Halldórsdóttir, sitjandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, leiðir listann, en hún hlaut örugga kosninga í efsta sætið, eða 463 atkvæði af 711.
Fimm konur eru í efstu sjö sætum listans.
Listinn er sem hér segir:
- Ásgerður Halldórsdóttir
- Magnús Örn Guðmundsson
- Sigrún Edda Jónsdóttir
- Bjarni Torfi Álfþórsson
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Sigríður Sigmarsdóttir
- Guðrún Jónsdóttir
Greidd atkvæði voru 711 en þar af voru 26 seðlar auðir og ógildir. Talin atkvæði voru því 685.