Bakvarðarsveit sjálfstæðiskvenna

Til að styðja enn betur við konur innan flokksins hefur Landssamband sjálfstæðiskvenna skipað Bakvarðarsveit sjálfstæðiskvenna sem er reiðubúin að leggja öllum konum lið sem hafa hug á því að bjóða sig fram í komandi sveitastjórnarkosningum. Þessi reynslumikla og kröftuga bakvarðasveit er tilbúin til að veita hverri konu ráð og hvatningu, stuðning og liðsinni eftir þörfum. Landssambandið hvetur allar konur til að íhuga hvort að reynsla þeirra og þekking geti ekki nýst vel í sveitastjórnarmálum og að stíga þá fram og bjóða sig fram.

 

Í dag eru tæplega helmingur kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í sveitastjórnum konur. Landssamband sjálfstæðiskvenna villa tryggja að áframhaldandi þátttaka kvenna sé jöfn á við karla. Niðurstaða síðustu alþingiskosninga þar sem hlutfall kvenna á þingi lækkaði frá fyrri kosningum minnir okkur á að það má aldrei hætta að hvetja konur og efla þátttöku þeirra í stjórnmálum.