Á fimmtudaginn kemur, 18. janúar, fer fram opinn kynningarfundur á vegum Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík með þeim fimm frambjóðendum sem gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 20:00 í Golfskálanum í Grafarholti og verður með því sniði að hver frambjóðandi flytur fimm til sjö mínútna kynningu um sjálfan sig en að framsögum loknum gefst fundargestum tækifæri til að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr.
Heitt á könnunni og allir velkomnir.
Vörður – fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.