Stefnumót kvenframbjóðenda Sjálfstæðisflokksins 2018

Stefnumót kvenframbjóðenda Sjálfstæðisflokksins 2018
 
Við bjóðum allar sjálfstæðiskonur er hyggja á framboð í vor á fund til að hefja kosningavorið 2018. Á næstu dögum og vikum munu listar Sjálfstæðisflokksins verða ákveðnir, ýmist með uppstillingu eða prófkjörum. Margar nýjar konur sem og reyndar hafa hug á að bjóða sig fram og við fögnum því. Komum saman, ræðum málin og undirbúum okkur sem best fyrir komandi kosningar.

Fundurinn er tvískiptur. í fyrri hlutanum eru þrjár framsögur en í þeim seinni gefst frambjóðendum tækifæri til að spyrja alþingismenn, sveitastjórnarmenn og aðrar konur sem hafa verið þátttakendur í stjórnmálum um árabil spurninga er brenna á þeim. Hvort sem þú ert að leita eftir hvatningu, góðum ráðum eða nýjum hugmyndum þá hvetjum við þig til að koma! Enn mikilvægara er ef þú býrð yfir reynslu sem þú vilt deila með nýjum konum, að koma og taka þátt!

Fundurinn fer fram laugardaginn 13. janúar í Valhöll við Háaleitisbraut milli kl. 10 og 12.

Dagskrá fundarins
10:00 
Að taka þátt í stjórnmálum
Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra

Að koma sér á framfæri 
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður

Ímynd stjórnmálamanna
Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna

11-12 Hraðstefnumót frambjóðenda og gesta
Í þessum hópi býr mikil þekking, kraftur og ólík reynsla og við hvetjum ykkur til að deila og skiptast á ráðum og hugmyndum. Við viljum styðja við allar konur, nýjar sem eldri, til að tryggja breiðan öflugan hóp sem sækir fram.

Fundarstjóri verður Sigríður Erla Sturludóttir, 2. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.Kveðja
 
stjórn Landssamband sjálfstæðiskvenna