Fimm gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri

Fimm frambjóðendur gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2018, sem fram fer þann 27. janúar næstkomandi.

Eftir að fresturinn til að skila inn framboði rann út klukkan 16:00 í dag höfðu fimm framboð borist inn á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Öll framboðin voru úrskurðuð gild af yfirkjörstjórn Varðar.

Yfirkjörstjórn Varðar fagnar þeim áhuga sem sjálfstæðismenn hafa sýnt leiðtogaprófkjörinu og óskar frambjóðendunum öllum góðs gengis.

Listi yfir frambjóðendur í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Áslaug María Friðriksdóttir

Eyþór Arnalds

Kjartan Magnússon

Viðar Helgi Guðjohnsen

Vilhjálmur Bjarnason