Vörður – Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík gengst fyrir leiðtogaprófkjöri hinn 27. janúar næstkomandi um val oddvita á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2018.
Tillögur um frambjóðendur þurfa samkvæmt prófkjörsreglum Sjálfstæðisflokksins að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Frambjóðandinn þarf að hafa gefið skriflegt samþykki fyrir framboðinu.
- Frambjóðandi þarf að vera félagi í Sjálfstæðisflokknum.
- Frambjóðandi þarf að vera kjörgengur í borgarstjórnarkosningunum.
- Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í kjördæminu.
- Hver flokksmaður má aðeins tilnefna einn frambjóðanda.
Yfirkjörstjórn er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar innsendum framboðum.
Tillögum að framboðum ber að skila, ásamt mynd af frambjóðanda og stuttu æviágripi á tölvutæku formi, á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 16.00, miðvikudaginn 10. janúar 2018.
Allar reglur og eyðublöð sem tengjast leiðtogaprófkjörinu er að finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins.
(Þessi frétt birtist fyrst í desember 2017)