Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður.

Sameinuð í sigrum og sorg.

Við­burða­ríkt ár er nú á enda. Sam­einuð var þjóðin í von og sorg vegna Birnu Brjáns­dóttur og sam­einuð var hún líka í sigrum og gleði yfir vel­gengni í knatt­spyrn­unni. Á árinu sátu þrír for­sæt­is­ráð­herr­ar, tvær rík­is­stjórnir og enn bætt­ust nýir flokkar við eftir kosn­ingar síðla hausts. Sjálf sat ég í tveimur stjórn­ar­meiri­hlut­um, tók að mér tvö ný verk­efni, sem for­maður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar og for­maður utan­rík­is­mála­nefndar auk þess að ljúka lög­fræði­prófi með skil á meist­ara­rit­gerð.

Í ár misstum við eina öfl­ug­ustu stjórn­mála­konu lands­ins, Ólöfu Nor­dal. Hún reynd­ist mér dýr­mæt vin­kona, sam­starfs­kona og fyr­ir­mynd. Ólöf var ráða­góð, hafði ein­staka fram­tíð­ar­sýn og næmni fyrir bæði stjórn­málum og fólki. Það er ekki bara okkar missir sem hana þekktu, heldur einnig Sjálf­stæð­is­flokks­ins og þjóð­ar­innar allr­ar. Ólöf skilur eftir mikið skarð í Sjálf­stæð­is­flokknum sem við höfum öll fundið fyr­ir. Það er ótrú­legt hvað eitt ár getur verið við­burð­ar­ríkt og markað djúpar upp­lif­anir á öllu lit­rófi til­finn­inga­ska­l­ans í bæði sigrum og sorg.

Ný rík­i­s­tjórn – breið sam­staða

Við stöndum á tíma­mótum eftir nokkuð óró­leg ár. Nú hefur verið mynduð rík­is­stjórn þvert yfir stjórn­mála­sviðið eftir enn einar kosn­ing­arnar sem gáfu ekki skýr­ari mynd um nið­ur­stöðu. Þrír flokkar ákváðu þó að vinna saman og mynda sterka rík­is­stjórn þó stefna þeirra væri ólík. Ég tel þessa rík­is­stjórn geta náð mik­il­vægum stöð­ug­leika í íslenskum stjórn­mál­um. Ég vona að okkur lán­ist gað gera Íslend­inga sátt­ari við lands­stjórn­ina og að okkur lán­ist til að halda áfram að gera Ísland að fram­úr­skar­andi landi, því hér gengur lífið almennt vel og lands­mönnum vegnar vel þrátt fyrir að nokkur upp­lausn hafi verið í stjórn­mál­un­um. Hér er næga vinnu að fá, tekjur heim­il­anna hafa auk­ist og það er upp­gangur í atvinnu­líf­inu. Stjórn­mála­menn eiga að vinna með þjóð­inni að þessum mark­mið­um. Það er eitt mik­il­væg­asta verk­efni okk­ar.

 Við höfum nú náð ákveðnu jafn­vægi í stjórn­mál­unum og það er óhætt að segja að það sé bjart framund­an. Við munum halda áfram að efla vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­kerf­ið, byggja upp öfl­ugt atvinnu­líf og leggja áherslu á menntun og nýsköp­un. Um þetta eru stjórn­ar­flokk­arnir sam­mála og um þessi verk­efni geta allir sam­ein­ast. Við viljum skapa sam­fé­lag þar sem öllum líður vel, sam­fé­lag sem ein­kenn­ist hvort tveggja af vel­ferð og lífs­gæðum og ekki síður af fram­förum og upp­bygg­ingu. Stór liður í því að byggja upp þannig sam­fé­lag er að treysta ungu fólki til góðra verka, treysta því til að opna á frek­ari nýj­ung­ar, treysta því til að koma fram með hug­myndir og ekki síst treysta því fyrir ábyrgð.

Bylt­ing í við­horfum

Á árinu varð bylt­ing kvenna með átak­inu ”metoo”, sem fram fór um víða ver­öld. Sú vit­und­ar­vakn­ing var og er mik­il­væg og ég trúi því að hún hafi haft var­an­leg áhrif á hugs­un­ar­hátt fólks. Við Íslend­ingar getum verið stolt af því hve langt við höfum náð í jafn­rétt­is­málum og að við erum þar í for­ystu á heims­vísu. Þrátt fyrir það höfum við einnig verið mjög fram­ar­lega í þess­ari umræðu einkum vegna þess að við vitum og viljum áfram gera enn bet­ur. Stærsti árangur umræð­unnar er að þeir sem til­einka sér ekki það við­horf sem kallað er eftir gagn­vart fólki dæma sjálfa sig úr leik og að við munum von­andi bregð­ast betur við en áður. ”Metoo” bylt­ingin mun líka hafa áhrif til lengri tíma því unga fólkið er sam­mála um að til­einka sér ný við­horf.

Tæki­færi framundan

Á tíma­mótum er gott að staldra við og sjá hvað hefur miðað í rétta átt og hvar megi gera bet­ur. Okkur fer sífellt fram, lífs­gæði eru að batna, lífslíkur aukast og þannig mætti áfram telja. Fram­tíðin er björt, við getum litið stolt fram á veg­inn, til­búin til að takast á við þau verk­efni sem bíða okk­ar. Ég hlakka til næsta árs og ég óska ykkur gleði og gæfu á kom­andi ári.