Vörður – Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík boðar til félagsfundar fimmtudaginn 9. nóvember næstkomandi klukkan 19:00 í Valhöll.
Dagskrá fundarins:
Ákvörðun um dagsetningu leiðtogaprófkjörs vegna vals á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018. Lögð verður fram tillaga stjórnar Varðar um að leiðtogaprófkjör, í samræmi við 24. gr. prófkjörsreglna Sjálfstæðisflokksins, fari fram laugardaginn 27. janúar 2018.
Athugið að einungis félagar í fulltrúaráðinu hafa seturétt á fundinum.
Stjórn Varðar, fulltrúaráðsins í Reykjavík.