Opinn fundur með forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins

Opinn fundur með forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins

Opinn fundur í uppsveitum Árnessýslu með forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktssyni og frambjóðendum flokksins í Suðurkjördæmi um landbúnaðarmál og ferðaþjónustu. Fundurinn fer fram í nýju og glæsilegu fjárhúsi að bænum Vatnsleysu í Bláskógabyggð fimmtudagskvöldið, 19. október, kl. 20.00.

Að fundi loknum gefst gestum tækifæri á að gefa sig á tal við formann Sjálfstæðisflokksins og frambjóðendur í kjördæminu. Hvetjum alla áhugasama til að mæta og kynna sér þær áherslur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í málefnum landbúnaðarins og ferðaþjónustunnar.

Þá er þetta einstakt tækifæri til að skoða eitt flottasta fjárhús landsins.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Allir velkomnir!