Kvennakvöld í Kraganum

Kæra sjálfstæðiskona,

Konur í sjálfstæðisfélögum allra sveitafélaga í Kraganum bjóða á kvennakvöld í samstarfi við Landssamband Sjálfstæðiskvenna. Við ætlum að koma saman og njóta ljúfra veitinga og tóna fimmtudaginn 19. október kl. 18 til 20 að Hlíðasmára 19, 3. hæð.

Bryndís Haraldsdóttir, þingkona SV-kjördæmis, Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðmála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eru sérstakir gestir kvöldsins.

Við ætlum að gleðjast og eiga góða kvöldstund saman. Við vonumst til að sjá sem flestar konur.

 

F.h. stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna,

Vala Pálsdóttir