Auglýst eftir framboðum í röðun

Reykjavík, 27. september 2017.

Samkvæmt ákvörðun Varðar – fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fer fram röðun á framboðslista framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum Norður og Suður fyrir komandi alþingiskosningar.

Röðunin fer fram á sérstökum fundi fulltrúaráðsins, sbr. 56. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins, laugardaginn 30. september næstkomandi kl. 17:00 í Valhöll.

Hér með er auglýst eftir tillögum að framboðum til röðunar. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til röðunar. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu alþingiskosningum. Tillögur um framboð, berist kjörnefnd Varðar – fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í Valhöll við Háaleitisbraut eða á netföngin skuli@xd.is og xd@xd.is. Framboðsfrestur rennur út fimmtudaginn 28. september næstkomandi kl. 17:00.