Vörður – Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík boðar til félagsfundar þriðjudaginn 22. ágúst næstkomandi klukkan 17:15 í Valhöll.
Dagskrá fundarins:
Ákvörðun um fyrirkomulag vegna vals á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018. Lögð verður fram tillaga stjórnar Varðar um leiðtogaprófkjör í samræmi við 24. gr. prófkjörsreglna Sjálfstæðisflokksins og að kjörnefnd verði síðan falið það hlutverk að gera tillögu um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við sveitarstjórnakosningar 2018, sbr. ákvæði 55. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins og 11. gr. reglugerðar Varðar.
Athugið að einungis félagar í fulltrúaráðinu hafa seturétt á fundinum.
Stjórn Varðar, fulltrúaráðsins í Reykjavík.