Húsnæðis(vanda)mál í borginni

Hvað kostar að byggja?

Er fákeppni á húsbyggingamarkaðnum?

Á ég að kaupa núna?

Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi heldur opinn fund um húsnæðismál laugardaginn 13. maí 2017 frá klukkan 11:00 til 12:00 í félagsheimili okkar að Hverafold 1-3, 2. hæð (húsið opnar kl. 10:30).

Gestur fundarins verður Einar H. Jónsson byggingatæknifræðingur og mun hann fjalla um húsnæðiskostnað í borginni, raunverulegan byggingarkostnað, lóðaframboð, gæði bygginga  o.fl  ásamt því að svara fyrirspurnum úr sal.

Komið í morgunkaffi laugardaginn 13. maí og eigið gott samtal um málefni sem snertir okkur öll. Allir velkomnir.

Fylgist með á heimasíðu okkar www.grafarvogurinn.is