Aðalfundur Heimdallar

Stjórn Heimdallar boðar hér með til aðalfundar félagsins í samræmi við lög félagsins og c-lið 35. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 10. mars næstkomandi kl. 16:00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1.

Dagskráin verður sem hér segir:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
  3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
  4. Lagabreytingar.
  5. Umræður og afgreiðsla stjórnmálaályktunar.
  6. Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda og eins til vara.
  7. Önnur mál.

Samþykki aðalfundar þarf til við breytingu á röðun dagskrár.

Í stjórn félagsins sitja 12 menn að formanni meðtöldum. Formaður skal kosinn sérstaklega. Stjórnin er kosin á aðalfundi félagsins til eins árs í senn.

Framboð til stjórnar og formanns skulu hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Framboðum (fullt nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer) skal því skilað á heimdallur@xd.is, eða skriflega á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Háaleitisbraut 1, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 3. mars 2017. Tekið er á móti skriflegum framboðum á milli 10:00 og 16:00. Skrifleg framboð skulu hafa borist fyrir settan frest.

Á aðalfundi skal kjósa 2 endurskoðendur og einn til vara. Tillagna um endurskoðendur leitar fundarstjóri á aðalfundi.

Lögum Heimdallar má aðeins breyta á aðalfundi og þarf 2/3 atkvæða allra fundarmanna til að breytingin nái fram að ganga. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir aðalfund. Lagabreytingum skal skilað á heimdallur@xd.is fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 8. mars 2016.

Stjórn Heimdallar