Eflum íþrótta- og æskulýðsstarf í Breiðholti!

Þér er boðið á fund um íþrótta- og æskulýðsmál í Breiðholti.

Hvenær: Miðvikudaginn 18. janúar 2017 kl. 20.

Hvar: Félagsheimili sjálfstæðisfélaganna, Álfabakka 14a, þriðju hæð. (Gengið inn við hliðina á Subway.)

Komið verður inn á eftirfarandi atriði í stuttu framsöguerindi en að því loknu verða fyrirspurnir og umræður:

  • Uppbygging nýrra íþróttamannvirkja í Breiðholti.
  • Stefna Reykjavíkurborgar varðandi skipulagsmál í Syðri-Mjódd.
  • Hvernig er æskilegt að íþrótta- og æskulýðsstarfsemi þróist í Breiðholti á næstu árum?

Gestir fundarins verða Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi en þau sitja jafnframt í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur.

Kaffiveitingar. Allir velkomnir!

Sjálfstæðisfélagið í Bakka- og Stekkjahverfi.

Sjálfstæðisfélagið í Fella- og Hólahverfi.

Sjálfstæðisfélagið í Skóga- og Seljahverfi.