18 gefa kost á sér til stjórnar Varðar – Sjálfkjörið í formann Varðar

Átján manns gefa kost á sér til stjórnar Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.  Gísli Kr. Björnsson gefur einn kost á sér til formanns Varðar og verður hann því sjálfkjörinn á aðalfundi fulltrúaráðsins sem fram fer næstkomandi fimmtudag, 19. janúar, kl. 17:00 í Valhöll. Kosið verður um sjö stjórnarsæti á aðalfundinum.

Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörsins rann út kl. 16:00 í gær. Í heildina bárust 21 framboð til stjórnar Varðar. Tvö framboð bárust eftir að framboðsfresturinn rann út og eitt framboð uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar Varðar um kjörgengi og voru þau því úrskurðuð ógild.

Eftirfarandi aðilar eru í framboði til formanns Varðar:

Gísli Kr. Björnsson

 

Eftirfarandi aðilar eru í framboði til stjórnar Varðar:

Sirrý Hallgrímsdóttir
Sólveig Pétursdóttir
Viktor Ingi Lorange Bjarkason
Alda M. Vilhjálmsdóttir
Arndís Kristjánsdóttir
Árni Árnason
Árni Guðmundsson
Ásmundur Þór Sveinsson
Ásta Roth
Davíð Þorláksson
Egill Þór Jónsson
Einar Þorbjörnsson
Elín Engilbertsdóttir
Jóhannes Stefánsson
Kristín Sigurey Sigurðardóttir
Lilja Birgisdóttir
Matthildur Skúladóttir
Sigurður Helgi Birgisson