Formlegar viðræður við Viðreisn og Bjarta Framtíð

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hóf fyrir helgi formlegar viðræður við Viðreisn (C) og Bjarta Framtíð (A). Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands milli jóla og nýárs.

Bjarni fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í dag en var fundað um stöðu stjórnarmyndunarviðræðna á fundinum. Bjarni hélt áfram að funda með formönnum Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar í dag. Þetta er í annað sinn sem að flokkarnir þrír reyna að mynda ríkisstjórn en í fyrra skiptið sleit Bjarni Benediktsson viðræðunum.

Hægt er að sjá viðtal við Bjarna af Vísi.is hér að neðan í spilaranum.