Vörður auglýsir eftir tilnefningum í málefnanefndir

Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík auglýsir hér með eftir tilnefningum í stjórnir málefnanefnda sem starfa munu í tengslum við Reykjavíkurfund sem haldinn verður á vegum Varðar á næsta ári.

Málefnanefndirnar eru sex talsins og endurspegla þær svið Reykjavíkurborgar: Íþrótta- og tómstundanefnd, menningar- og ferðamálanefnd, skóla- og frístundanefnd, umhverfis- og skipulagsnefnd, velferðarnefnd og fjármálanefnd. Hlutverk nefndanna verður að standa fyrir málefnastarfi og gera drög að ályktun fyrir Reykjavíkurfundinn.

Kosið verður í nefndirnar á Varðarfundi snemma á næsta ári og verður hann auglýstur síðar.

Allir flokksbundnir sjálfstæðismenn búsettir í Reykjavík eru kjörgengnir í stjórnir málefnanefndanna og hvetur stjórnin alla þá sem áhuga hafa til að skila inn tilnefningum. Tilnefningarnar skulu berast á netfangið skuli@xd.is.

Vörður – fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík