Kakan hans Bjarna

Síðasta fimmtudag slepptum við út stuttu myndbandi á Facebook af Bjarna Benediktssyni þar sem hann var að skreyta afmælisköku handa dóttur sinni. Það er skemmst frá því að segja að myndbandið varð alger veira og nú hefur ríflega þriðjungur þjóðarinnar séð ræmuna og það er enn að bætast við.
Í ljósi þessara gríðarlegu vinsælda er rétt að setja myndbandið hér inn líka, þó þar beri meira á marsipani en málefnum.