Vöruverð hefur lækkað svo um munar á kjörtímabilinu eins og sjá má á þessari 360° ljósmynd.
Sjálfstæðisflokkurinn felldi niður tolla og vörugjöld sem m.a. hefur orðið til þess að stórlækka verð á alls kyns vöru. Það hefur komið sér afar vel fyrir heimilin í landinu. Þar kom raunar fleira til því með bættum efnahag landsins hefur gengi krónu einnig styrkst sem jafnframt stuðlar að lægra verði.
Föt, húsgögn, heimilistæki, lýsing, húsmunir, alls kyns byggingarefni, skór og svo mætti lengi telja hafa lækkað verulega í verði. Tökum dæmi: Nike Air skór sem kostuðu 28.000 kr. árið 2013 kosta nú 22.000 kr., Levi’s 501 gallabuxur hafa lækkað úr 18.000 í 14.000 og Stockholm teppi frá Ikea úr tæpum 50.000 kr. í tæpar 40.000 kr.
Þetta er ekki nein smá búbót fyrir heimilin í landinu eins og sést á myndinni. Ekki síst þegar allt er tekið saman, enda sýnir lægsta verðbólga í manna minnum að þessi lækkun skilar sér til neytenda. Og fyrir vikið hafa alþjóðlegar verslanakeðjur eins og H&M og Costco sýnt Íslandi áhuga. Það er því ekki ofsögum sagt að við séum á réttri leið.
Sjálfstæðisflokkurinn er hreykinn af því að hafa náð því langþráða markmiði að afnema vörugjöld og tolla af flestum vöruflokkum. Og við munum halda áfram á þessari braut: Lækka tolla og taka til í skattkerfinu; gera það einfaldara, réttlátara og skattana lægri. Það er raunveruleg kjarabót, fyrir alla Íslendinga.
Borið er saman verð ódýrasta 32“ sjónvarpsins sem var til sölu í Elko árið 2013 og 2016.
Með því að smella á myndina getur þú skoðað auglýsinguna betur.