Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna alþingiskosninga 29. október er hafin og fer fram hjá sýslumönnum á Íslandi og í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum og eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis.  Upplýsingar um kjörstaði og afgreiðslutíma vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar innanlands má nálgast á Vefsíða sýslumanna.  Upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar erlendis má sjá hér á lista yfir ræðismenn.

Væntanlegum kjósendum er vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma til að kjósa. Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verður að finna á vefsetrinu: www.kosning.is.

Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Nánari upplýsingar er að finna á vefnum (m.a. það hvernig kjör fer fram, um aðstoð við atkv.greiðslu, hvernig farið er með atkvæðið, kosningu á sjúkrastofnun, fangelsi eða heimahúsi o.fl.): www.kosning.is