Bæjarmálafundur í Kaupangi

Ágætu félagar í Sjálfstæðisflokknum á Akureyri!

Boðað er til bæjarmálafundar í Kaupangi mánudaginn 3. október kl. 17.30.  Þar verður dagskrá bæjarstjórnarfundar 4. október kynnt og málin rædd. Þar verða m.a. kynntar tillögur um stjórnkerfisbreytingar sem finna má undir fundargerð bæjarráðs 29.09.2016 á vef Akureyrarbæjar, einnig verða til umfjöllunar viðaukar við fjárhagsáætlun, skipulagsmál o.fl.

Nú er allt aða gerast og mikið starf framundan. Ef við viljum hafa áhrif þurfum við að vera virk og taka þátt. 

Fundarstjóri verður Eva Hrund Einarsdóttir.

Kveðjur bestar!
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins