Íslendingar flytja heim


Í nýjum gögnum frá Vinnumálastofnun kemur fram að hlutfall aðfluttra íslenskra ríkisborgara gegn brottfluttum sé nú í fyrsta skipti hærra síðan frá hruni. Skýrist þetta af mikilli þennslu á vinnumarkaði. Flyst fólk í auknum mæli til landsins til að starfa, þá helst í ferðaþjónustu og byggingariðnaði, en einnig í ýmis konar þjónustustörf.

Enn fremur gefa tölur frá fyrri helmingi ársins til kynna að fleiri Íslendingar muni flytja frá Noregi til Íslands heldur en Íslendingar til Noregs, sem er einnig mikill viðsnúningur frá árunum eftir hrun.

íslríkisborgarar

buferlar

 

 

 

 

 

 

Í nýjum gögnum frá Vinnumálastofnun má sjá að Íslendingar sem flytja heim eru aftur orðnir fleiri en þeir sem flytja til…

Posted by Bjarni Benediktsson on Wednesday, September 21, 2016