Umræðufundur með Kristjáni Þór og Njáli Trausta

Málfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Kaupangi Akureyri  laugardaginn 17. september kl. 11:00. Rætt um kosningabaráttuna og verkefnin framundan í pólitíkinni.

Framsögu flytja Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, og Njáll Trausti Friðbertsson, bæjarfulltrúi, sem skipa efstu sætin á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningum 29. október nk.

Allir velkomnir – heitt á könnunni.

Fundarstjóri: Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Sleipnis