Sylvía Ösp Jónsdóttir er fædd þann 12. ágúst 1998 og er miðjubarn af þrem systkinum. Hún ólst upp á sveitabænum Desjarmýri á Borgarfirði eystri. Eftir að hafa loki grunnskólaprófi við grunnskóla Borgarfjarða hóf hún nám við Menntaskólanum á Egilsstöðum haustið 2014.
Um tvítugt flutti hún aftur heim á Borgarfjörð og byrjaði að vinna í leik- og grunnskóla Borgarfjarðar og hefur þarf starfað sem leiðbeinandi á leikskóla, stuðningsfulltrúi í grunnskólanum og einnig kennt íþróttir.
Sylvía hefur verið virk í leiðtogastarfi innan kirkjunnar og hefur séð um barna- og unglingastarf í Egilsstaðakirkju ásamt því að sitja í stjórn ÆSKA. Hún er einnig virk innan starfs björgunarsveitarinnar Sveinunga og situr þar í stjórn.
Sveitin hefur ávallt heillað Sylvíu og hefur hún mikinn áhuga á búskap og dýrum en sauðkindin heillar hana einna mest. Sylvía á fyrir utan hinar fjölmörgu kindur hundinn Fjáru og hestinn Óðinn.
Sylvía Ösp skipar 16. sæti á lista okkar sjálfstæðismanna í nýju sameinuðu sveitarfélagi.