Viðburðir

Opinn fundur með Bjarna Benediktssyni á Akureyri

Opinn fundur með Bjarna Benediktssyni á Akureyri

Föstudagur 20. október 12:00

Strandgötu 3 600 Akureyri

Opinn fundur með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, á kosningaskrifstofunni í Strandgötu 3 á Akureyri föstudaginn 20. október kl. 12:00.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi verða á staðnum.

Boðið upp á pizzuhlaðborð - allir velkomnir.
... Sjá meiraSjá minna

Konukvöld á Hótel Laugarbakka

Konukvöld á Hótel Laugarbakka

Föstudagur 20. október 20:00

Hótel Laugarbakki
Skeggjagata 1
Hvammstangi,  531 Kort

Sjálfstæðiskonur bjóða til konukvölds þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Hafdís Gunnarsdóttir, sem skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur-kjördæmi, verða gestir.

Konum gefst tækifæri til að ræða um það sem á þeim brennur fyrir komandi alþingiskosningar sem og önnur mál.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra stýrir kvöldinu. Freyðivín, súkkulaði, lukkuleikur og almenn gleði mun ráða för.

Vonumst til að sjá sem flestar!
... Sjá meiraSjá minna

Haustfögnuður ungra sjálfstæðismanna á Snæfellsnesi

Haustfögnuður ungra sjálfstæðismanna á Snæfellsnesi

Föstudagur 20. október 20:00

Samkomuhúsið Grundarfirði

Ungir sjálfstæðismenn á Snæfellsnesi bjóða öllum á aldrinum 18-35 ára í haustfögnuð föstudaginn 20. október kl. 20:00 í Samkomuhúsinu, Grundarfirði.

Við byrjum haustfögnuðinn á stuttri kynningu um Samband ungra Sjálfstæðismanna (SUS) síðan verður farið í Pub Quiz. Þetta er frábært tækifæri til þess að kynnast ungu fólki á Snæfellsnesi og spjalla á léttu nótunum um pólitík.

Viðburðurinn er opin öllum á aldrinum 18-35 ára. Léttar veitingar verða í boði fyrir 20 ára og eldri. Við minnum alla á að taka skilríki með sér á viðburðinn, þar sem vín verður ekki afhent neinum undir 20 ára.

Vonumst til að sjá sem flesta og hvetjum alla til þess að mæta stundvíslega kl. 20:00.

Bestu kveðjur
Gjafi - félag ungra sjálfstæðismanna í Grundarfirði
Forseti - félag ungra sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ
Sif - félag ungra sjálfstæðismanna í Stykkishólmi
... Sjá meiraSjá minna

Karaoke-kvöld ungra sjálfstæðismanna

Karaoke-kvöld ungra sjálfstæðismanna

Föstudagur 20. október 20:30

Hlíðarsmára 19, 3. hæð

Á föstudaginn ætla ungir sjálfstæðismenn að bjóða til karaokekvölds enda margsannað að fátt sé betur til þess fallið að róa taugarnar en að gera sig að fífli fyrir framan vini sína.

Söngvarinn, dansarinn og skemmtikrafturinn Andri Steinn Hilmarsson býður fyrsta söngvarann upp á svið með Bítlalaginu "Taxman" á slaginu 21 en húsið opnar klukkan 20:30. Kvöldið verður haldið í Hlíðasmára 19 á skemmtistaðnum sem Ungir sjálfstæðismenn smíðuðu á dögunum.

Syngjum okkur inn í næstu ríkisstjórn, barinn verður opinn. Við hlökkum til að sjá ykkur öll.

Ungir sjálfstæðismenn.

Ps. Maístjarnan og Irreplaceable með Beyoncé ("To the left, to the left") verða ekki á boðstólnum.
... Sjá meiraSjá minna

Opinn fundur með Bjarna Benediktssyni á Dalvík

Opinn fundur með Bjarna Benediktssyni á Dalvík

Laugardagur 21. október 10:00

á Gregor's
Goðabraut 3
Dalvík,  620 Kort

Opinn fundur með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, á Gregor´s Pub á Dalvík laugardaginn 21. október kl. 10.

Fundarstjóri: Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra.

Allir velkomnir.
... Sjá meiraSjá minna

Farsæld Íslands byggist á fríverslun

Farsæld Íslands byggist á fríverslun

Laugardagur 21. október 11:00

Valhöll, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík

Fundur um utanríkismál í Valhöll, laugardaginn 21. október kl. 11:00.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og oddviti
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, mun ræða
stöðu Íslands, fríverslun, ESB, öryggismál, þróunarmál, málefni
Norður-Kóreu og Norðurskautsmál.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi stýrir fundinum.

Boðið verður upp á veitingar að fundi loknum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Vörður - fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík,
Sjálfstæðisfélag Hafnarfjarðar og Sjálfstæðisfélag Kópavogs.
... Sjá meiraSjá minna

Opinn fundur með Bjarna Benediktssyni á Ólafsfirði

Opinn fundur með Bjarna Benediktssyni á Ólafsfirði

Laugardagur 21. október 12:00

Höllin Veitingahús
hafnargata16
Ólafsfjörður,  625 Kort

Opinn fundur með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, í Höllinni á Ólafsfirði laugardaginn 21. október kl. 12:00.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi verða á staðnum.

Allir velkomnir.
... Sjá meiraSjá minna

Vöfflukaffi á Akureyri með frambjóðendum

Vöfflukaffi á Akureyri með frambjóðendum

Sunnudagur 22. október 14:00

Strandgötu 3 600 Akureyri

Vöfflukaffi á kosningaskrifstofunni okkar í Strandgötu 3 á Akureyri sunnudaginn 22. október kl. 14:00 til 17:00.

Frambjóðendur okkar sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi baka vöfflur fyrir gesti og ræða kosningamálin þegar haldið er inn í lokasprett kosningabaráttunnar.

Allir hjartanlega velkomnir.
... Sjá meiraSjá minna

Súpufundur með frambjóðendum á Patreksfirði

Súpufundur með frambjóðendum á Patreksfirði

Mánudagur 23. október 18:00

Patreksfjörður, Westfjords
Patreksfjörður,  450 Kort

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi bjóða til opins fundar mánudaginn 23. október kl. 18:00 í fundarsal FHP á Patreksfirði.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Teitur Björn Einarsson og Hafdís Gunnarsdóttir munu ræða um málefni kjördæmisins og gefst gestum tækifæri til að ræða um komandi alþingiskosningar og þau mál sem á þeim brennur.

Boðið verður upp á íslenska kjötsúpu.
Verið öll hjartanlega velkomin,

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi
... Sjá meiraSjá minna

FIFA mót Týs

FIFA mót Týs

Mánudagur 23. október 20:00

Hlíðarsmári 19

Týr ætlar að halda FIFA 18 mót í Hlíðarsmáranum nú þann 23. oktober. VINNINGAR verða í boði fyrir sigurlið.

Reglur:
2 og 2 saman í liði
Bara 5* lið í boði
4 min leikir
Spilað verður á PS4
Dregið verður um lið á slaginu 20:10 í hlíðarsmáranum

Til að fá keppnisrétt verður að skrá sig á þetta form fyrir Sunnudaginn 22. oktober kl 22:00

docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdzA6O_544Gt6ekk1l7H-0R82jhdwuSoZQCkXeowgaEXnELkQ/viewform?usp=s...

Sjáumst í Hlíðarsmáranum!!!
... Sjá meiraSjá minna

Opinn fundur með forsætisráðherra á Selfossi

Opinn fundur með forsætisráðherra á Selfossi

Mánudagur 23. október 20:00

Hvítahúsið skemmtistaður
Hrísmýri 6
Selfoss,  800 Kort

Opinn fundur á Selfossi með forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktssyni, oddvita Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi Páli Magnússyni, forseta Alþingis Unni Brá Konráðsdóttur, Ásmundi Friðrikssyni, alþingismanni, Vilhjálmi Árnasyni, alþingismanni, Kristínu Traustadóttur, varaþingmanni, Hólmfríði Ernu Kjartansdóttur, varaþingmanni, Ísaki Erni Kristinssyni, varaþingmanni og Brynjólfi Magnússyni, varaþingmanni.

Fundurinn fer fram í Hvítahúsinu að Hrísmýri 6, 800 Selfoss, kl. 20:00.

Formaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðendur hans munu ræða um málefni Árborgarsvæðisins og gefst gestum tækifæri til að ræða við þá um alþingiskosningar 28. okt. og önnur mál.

Við hvetjum alla íbúa á Árborgarsvæðinu og nærsveitung til að mæta á fundinn sem hefst kl. 20:00.

Boðið verður upp á kaffi og kruðerí.

Fundurinn er opinn öllum.

Allir hjartanlega velkomnir!
... Sjá meiraSjá minna

Opinn fundur í Reiðhöllinni í Grindavík

Opinn fundur í Reiðhöllinni í Grindavík

Þriðjudagur 24. október 20:00

Hópsheiði 34, 240 Grindavíkurbær, Ísland

Opinn fundur í Reiðhöllinni í Grindavík með Páli Magnússyni, oddvita Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, Ásmundi Friðrikssyni, alþingismanni, Vilhjálmi Árnasyni, alþingismanni, Kristínu Traustadóttur, varaþingmanni, Hólmfríði Ernu Kjartansdóttur, varaþingmanni, Ísaki Erni Kristinssyni, varaþingmanni og Brynjólfi Magnússyni, varaþingmanni.

Fundurinn fer fram í Reiðhöllinni í Grindavík, að Hópsheiði 34, 240 Grindavík.

Frambjóðendur munu ræða um málefni svæðisins og gefst gestum tækifæri til að ræða við þá um komandi alþingiskosningar og önnur mál.

Hvetjum alla áhugasama til að mæta og kynna sér þær áherslur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í málefnum svæðisins.

Þá er þetta einstakt tækifæri til að skoða Reiðhöllina sem hefur ekki verið opnuð formlega.

Við hvetjum alla íbúa Grindavíkur og nærsveitung til að mæta á fundinn sem hefst kl. 20:00.

Boðið verður upp á kaffi og kruðerí.

Fundurinn er opinn öllum.

Allir velkomnir!
... Sjá meiraSjá minna

Opinn fundur á Suðurnesjum

Opinn fundur á Suðurnesjum

Miðvikudagur 25. október 20:00

Keilir
Grænásbraut 910
Njarðvík,  IS-235 Kort

Opinn fundur með Páli Magnússyni, oddvita Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, Ásmundi Friðrikssyni, alþingismanni, Vilhjálmi Árnasyni, alþingismanni, Kristínu Traustadóttur, varaþingmanni, Hólmfríði Ernu Kjartansdóttur, varaþingmanni, Ísaki Erni Kristinssyni, varaþingmanni og Brynjólfi Magnússyni, varaþingmanni, miðvikudaginn 25. október nk. á Suðurnesjum.

Fundurinn fer fram í húsnæði Keilis - Miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs að Grænásbraut 910, 235 Reykjanesbæ, kl. 20:00.

Frambjóðendur munu ræða um málefni Suðurnesja og gefst gestum tækifæri til að ræða við þá um komandi alþingiskosningar og önnur mál.

Við hvetjum alla Suðurnesjamenn og nærsveitung til að mæta á fundinn sem hefst eins og áður segir kl. 20:00.

Boðið verður upp á kaffi og kruðerí.

Fundurinn er opinn öllum.
... Sjá meiraSjá minna

Reykjavík í brennidepli

Reykjavík í brennidepli

Miðvikudagur 25. október 20:00

Gerðuberg
Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík
Reykjavík,  111 Kort

Oddviti og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður efna tli fundar í Breiðholti um málefni Reykvíkinga.

Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, sem leiðir lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík suður býður til fundar við borgarbúa í Gerðubergi miðvikudaginn 25. október kl. 20.
Þar verða málefni Reykvíkinga í brennidepli; samgöngumál, löggæsla og skattamál.

Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, verður sérstakur gestur.

Á fundinum taka einnig til máls Brynjar Níelsson og Hildur Sverrisdóttir frambjóðendur kjördæmisins.

Allir velkomnir!
... Sjá meiraSjá minna