Utankjörfundur

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin

Kosið verður til Alþingis hinn 28. október 2017. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá sýslumönnum og utanríkisþjónustunni.

Það er mikilvægt að hvetja sjálfstæðismenn, sem búa erlendis, eða sem vitað er að verði fjarri kjörstað á kjördag, til að fara og kjósa utan kjörfundar. Því fyrr, því betra.

Sjálfstæðismenn! Þegar atkvæði er greitt utan kjörfundar þarf fólk sjálft að koma atkvæði sínu áleiðis. Sjálfstæðisflokkurinn aðstoðar fólk við það að koma atkvæðunum á réttan stað. Einfaldast er að senda þau á skrifstofu flokksins:

Sjálfstæðisflokkurinn,
Háaleitisbraut 1,
105 Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Dómsmálaráðuneytisins fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fram á eftirfarandi stöðum:

Innanlands: Hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Þá getur sýslumaður einnig ákveðið að atkvæðagreiðsla á aðsetri embættis fari fram á sérstökum stað utan aðalskrifstofu, svo og að atkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stað í umdæmi hans. Upplýsingar um kjörstaði og afgreiðslutíma vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar er hægt að finna hér vefsíðu sýslumanna. Sýslumenn auglýsa hver á sínum stað hvar og hvenær atkvæðagreiðslan fer fram.

Erlendis: Á skrifstofu sendiráðs, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns, sjá nánari upplýsingar hér. Utanríkisráðuneytið getur þó ákveðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stöðum erlendis. Utanríkisráðuneytið auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram erlendis.

Á vefnum kosning.is er birt upplýsingaefni bæði á íslensku og ensku