Fljótsdalshérað

Fljótsdalshérað

Fljótsdalshérað er 16. stærsta sveitarfélag landsins og hluti af Norðausturkjördæmi. Þar bjuggu 3.547 manns þann 1. janúar 2018. D-listi Sjálfstæðismanna á í dag 2 bæjarfulltrúa og situr í meirihluta með Á-lista áhugafólks um sveitarstjórnarmál og Héraðslistanum (L-lista). Flokkurinn fékk 371 atkvæði í kosningunum 2014 eða 22,0%. Í ár býður flokkurinn fram með óháðum.

Facebooksíðu framboðsins má finna hér.

Heimasíðu framboðsins má finna hér.

Kosningaskrifstofan er staðsett á Miðvangi 5-7, neðri hæð Hótel Héraðs

Kosningastjórar eru Ágústa Björnsdóttir, agustabjo@gmail.com, Guðný Margrét Hjaltadóttir, gudny@thsverk.is og Ívar Karl Hafliðason, ivar_karl@internet.is

D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra:

 1. Anna Alexandersdóttir, verkefnisstjóri og forseti bæjarstjórnar
 2. Gunnar Jónsson, bóndi og formaður bæjarráðs
 3. Berglind Harpa Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og MS í heilbrigðisvísindum
 4. Karl Lauritzson, viðskiptafræðingur
 5. Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, viðskiptafræðingur
 6. Sigurður Gunnarsson, ferliseigandi skaut- og álframleiðslu
 7. Davíð Þór Sigurðarson, verkefnisstjóri
 8. Ívar Karl Hafliðason, umhverfis- og orkufræðingur
 9. Eyrún Arnardóttir, kennari og dýralæknir
 10. Hrafnhildur Linda Ólafsdóttir, aðstoðarframkvæmdarstjóri
 11. Guðný Margrét Hjaltadóttir, viðskiptafræðingur
 12. Sigrún Harðardóttir, félagsráðgjafi
 13. Aðalsteinn Jónsson, búfræðingur, fyrrv. bóndi nú í ferðaþjónustu
 14. Helgi Bragason, skógarbóndi
 15. Ágústa Björnsdóttir, fjármálasérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli
 16. Guðrún Ragna Einarsdóttir, þjónustufulltrúi og bóndi,
 17. Sigvaldi H. Ragnarsson, sauðfjárbóndi
 18. Sigríður Sigmundsdóttir, matreiðslu- og framleiðslumaður
DEILA
Fyrri greinFjarðabyggð
Næsta greinNorðurþing