Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður

„Ég hef lokið námi í hagfræði og tengdum greinum. Að námi loknu hef ég starfað við fjármálamarkað og kennslu. Ég hef skrifað nokkrar fræðigreianr á fræðasviði mínu. Að auki hef ég skrifað um 40 greinar í Morgunblaðið á síðustu tveimur árum um innlend stjórnmál, um fjármál og menningu.“

  • Sækist eftir 2-4. sæti í Suðvesturkjördæmi
  • Starfsheiti: Alþingismaður
  • Ferilskrá

Vilhjálmur á nú sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, utanríksmálanefndnefnd og EFTA- EES nefnd Alþingis.

„Ég hef á liðnu kjörtímabili einbeitt mér að þeim málum þar sem þekking mín og reynsla hefur komið að bestum notum. Það er á sviði fjármála, efnahagsmála og utanríkismála. Ég hef reynt að höfða til einfaldrar skynsemi við úrlausn mála. Mér er einnig annt um hin gleymda meirihluta í þessu landi, sem engin hefur áhuga á. Mér er enn fremur annt um að Íslendingar eigi kost á vel launuðum störfum við sitt hæfi. Það er hagur ungs fólks að viðhalda öflugu atvinnulífi.“

„Mér finnst stundum tal og óskir um aukin jöfnuð hafa leitt af sér óréttlæti, sem erfitt er að sætta sig við. Ég hef staðið vörð um hagsmuni lífeyrissjóða til að þeir geti sinnt hlutverki sínu. Og við skulum aldrei gleyma og minnstu bræðrum og systrum.“