Viðar Snær Sigurðsson

Fæddist í Reykjavík en ólst upp á Þórshöfn á Langanesi. Búið einnig á Bakkafirði, Akureyri,Hafnarfirði, Vestmannaeyjum.
Foreldrar Viðars: Sigurður Árnason & Kristín Þorsteinsdóttir. Fóstri Kristján Jónsson.
Viðar er einn 3 systkyna.
Viðar er kvæntur Ástu Salný Sigurðardóttur og á 2 dætur, 7 og 17 ára.
Þau hafa búið í Kópavogi síðan 1999.

  • Sækist eftir 3-6. sæti í Suðvesturkjördæmi
  • Starfsheiti: Öryrki

Ég hef verið í Sjálfstæðisflokknum í 24 ár og hefur alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum.
Hef einnig setið í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi.
Ég hef oft verið spurður að því hvers vegna ég sé í Sjálfstæðisflokknum?
Svarið er einfalt: Ég er stoltur af grunngildum flokksins.
Sér í lagi 2 og 3 gr þar sem eftirfarandi orð koma fram: Sjálfstæði landsins, Réttlátu þjóðfélagi. Mannsæmandi lífskjör og með hagsmuni allra stétta fyrir augum.
Ég er einnig hlyntur frjálsri verslun og á móti boðum og bönnum.

Maður er ekki alltaf sammála flokknum í einu og öllu, sér í lagi þegar farið er gegn grunngildum hans. Grunngildin hafa fjarlægst og gleymst hjá ansi mörgum í félaginu.
Svo koma kostningar og rykið er dustað af þeim á nýjan leik.
Þetta er ekki bara óheiðarlegt gagnvart kjósendum heldur líka okkur í flokknum.

Ég hef unnið ýmis störf, verkamanna og sjómannastörf, svo ég veit hvað það er að hafa fyrir hlutunum.
Ég er raunsær, réttlátur og auðmjúkur maður til í að gera allt fyrir alla. Og til í að vinna að öllum góðum málum.

Áherslur mínar verða kjör eldriborgara, öryrkja og barnafjölskyldna.

Ég þekki þessi málefni mjög vel þar sem ég er öryrki eftir bílslys og ég á líka yndislega fjölskyldu.
Mér þætti vænt um að fá þinn stuðning til þess að komast á þing til að betrumbæta land okkar og þjóð.
Kær kveðja
Viðar Snær Sigurðsson