Tinna Dögg Guðlaugsdóttir

Ég, Tinna Dögg Guðlaugsdóttir, sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, sem fram fer þann 10. september nk.

  • Sækist eftir 5. sæti í Suðvesturkjördæmi
  • Starfsheiti: Framkvæmdastjóri/ Meistaranemi í lögfræði
  • Ferilskrá

Ég fæddist í Indónesíu þann 5. apríl 1983. Í ágúst sama ár var ég ættleidd af foreldrum mínum, þeim Guðlaugi Valtýssyni og Sigríði Björnsdóttur. Ég á eina yngri systur, Birnu Mjöll. Ég ólst upp á Djúpavogi til 16 ára aldurs en þá flutti ég að heiman og hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Sem barn og unglingur var ég mjög virk í íþróttum, bæði í frjálsum íþróttum og í fótbolta. Ég var mjög efnileg og komst í afreksmannahóp Frjálsíþróttasambands Íslands sem kallaðist FRÍ 2000. Þá var ég auk þess valin Íþróttamaður Neista á Djúpavogi árið 1997.Ég lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2003. Eftir það söðlaði ég aðeins um og vissi ekki alveg hvað mig langaði til að læra. Árið 2006 hóf ég störf sem þjónstufulltrúi hjá VR og þar starfaði ég í sex ár. Af þeim sex árum starfaði ég í tvö þeirra sem ráðgjafi í starfsendurhæfingu hjá Virk Starfsendurhæfingarsjóði, fyrir félagsmenn VR.Haustið 2007 hóf ég nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, með áherslu á starfsmannahald og stjórnun. Námið var byggt upp að vera háskólanám með vinnu. Ég við lauk diplóma gráðu í starfsmannahaldi og stjórnun, sem jafngildir 90 ECTS einingum eða hálfri BS gráðu í viðskiptafræði.Í byrjun árs 2012 byrjaði ég í lögfræðinámi við Háskólann í Reykjavík. Ég lauk við BA gráðuna í janúar 2015 og fór beint í meistaranámið við sama háskóla og stefni ótrauð á útskrift í janúar 2017.Ég var frekar hógvær í félagsstörfum í gegnum skólagöngu mína og lét lítið fyrir mér fara. Það má með sanni segja að ég sé nýliði í stjórnmálum þrátt fyrir að hafa verið í Sjálfstæðisflokknum í áratug en ég hef ekki verið virk í flokksstarfinu. Ég ákvað þegar ég byrjaði í meistaranáminu að mig langaði til að virkja krafta mína og láta að mér kveða. Á þessum stutta tíma hef ég þó öðlast talsverða reynslu af félags- og trúnaðarstörfum.
Ég var valin embætti hagsmunafulltrúa Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) á síðasta skólaári, auk þess sem ég var í stjórn- og framkvæmdastjórn félagsins. Þá sat ég einnig í framkvæmdastjórn Landsamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) fyrir síðastliðið skólaár. Í krafti stöðu minnar hjá SFHR var ég tilnefnd af Bandalagi íslenskra sérskólanema (BÍSN) sem varamaður í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Í maí síðast liðnum tók ég við starfi framkvæmdastjóra lögfræðiþjónustu Lögréttu, Lögfróði, en Lögrétta er félag laganema við HR. Því starfi mun ég sinna á komandi skólaári, ásamt stjórnarsetu í Lögréttu.
Í gegnum tíðina hef ég unnið við ýmis konar störf, bæði hjá hinu opinbera, í sumarstörfum hjá Sýslumanninum í Kópavogi og Hafnafirði 2012 – 2015 og í einkageiranum, svo sem við afgreiðslu- og þjónustustörf, verslunarstörf, skrifstofustörf, í ferðaþjónustu og í fiskvinnslu.Í dag er ég búsett ásamt dætrum mínum, Söru Lind (2005) og Bryndísi Ýr (2007) í Kópavogi.