Karen Elísabet Halldórsdóttir

Bæjarfulltrúi, varaþingmaður og skrifstofustjóri Raftækjasölunnar ehf. Fyrrum formaður Efnahags og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins. Formaður lista og menningarráðs Kópavogs og varaformaður bæjarráðs.

  • Sækist eftir 3. sæti í Suðvesturkjördæmi
  • Starfsheiti: Bæjarfulltrúi, varaþingmaður

Starfa í dag sem bæjarfulltrúi í Kópavogi og sinni þar ýmsum nefndarstörfum m.a. bæjarstjórn, bæjarráði, lista og menningarráði og félagsmálaráði. Starfa einnig sem skrifstofustjóri Raftækjasölunnar og sinni þar bókhaldi, launauppgjörum og sölureikningum. Hef sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn s.s setið í miðstjórn og nú síðast fram að síðasta landsfundi, formaður Efnahags og viðskiptanefndar flokksins. Hef ávalt verið virkur þátttakandi í umræðu um innra starf flokksins. Helstu áhersluatriði í prófkjöri eru áframhaldandi lækkun skatta, gjalda og tolla. Uppbygging innri stoðkerfa í samfélaginu s.s.heilbrigðis-og velferðarkerfis, vil skýra framtíðarsýn í ferðaþjónustu og samgöngum og atvinnustefnu sem miðar að því að hvatning til menntunar verði til þess að unga fólkið geti unnið og búið á Íslandi.