Helga Ingólfsdóttir

Helga er hafnfirðingur og 55 ára á þessu ári. Hún stundar nám við Endurmenntun Háskóla Íslands til réttinda sem viðurkenndur bókari og starfar sem bókari og bæjarfulltrúi. Hún á tvö uppkomin börn og eina dóttir sem býr í foreldrahúsum.

  • Biður um 2-4. sæti
  • Starfsheiti: Bókari og bæjarfulltrúis
  • Ferilskrá

Helga hefur verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í sex ár. Núna er hún formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs, varaformaður í fjölskylduráði, formaður verkefnastjórnar um byggingu nýs sjúkrahúss í Hafnarfirði og formaður verkefnastjórnar um uppbygginu að Ásvöllum. Hún hefur auk þess setið í fjölmörgum starfshópum um ýmis mál fyrir sveitarfélagið eftir að hún tók sæti sem kjörinn fulltrúi. Helga hefur síðustu ár starfað við bókhald en frá árinu 2007-2014 var hún í forsvari fyrir erlent fyrirtæki sem framleiðir og selur vörur fyrir byggingamarkaðinn. Hún rak eigið fyrirtæki á verktakamarkaði á árunum 1999-2007 en starfaði áður í mörg ár í hlutastarfi meðfram barnauppeldi í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Hennar fyrsta starf var í kjörbúð en aðeins 12 ára gömul var hún í sumarstarfi í Þórðarbúð í Hafnarfirði og vann þar í 5 sumur meðfram námi.
Helga hefur starfað í Sjálfstæðisflokknum frá unga aldri og gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hún var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði frá 2007-2010 og á sama tíma varformaður kjördæmisráðs í suðvesturkjördæmi. Hún var einnig kjörin fulltrúi í Efnahags- og viðskiptanefnd flokksins á landsfundi flokksins 2015. Helga situr í stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur, VR frá árinu 2013 og er formaður jafnréttisnefndar félagsins.