Elín Hirst

Undirrituð var kjörin á þing árið 2013.Ég er 55 ára gömul og starfaði áður við fjölmiðla. Ég er með BS. próf frá Bandaríkjunum í blaðamannsku og MA próf frá HÍ í sagnfræði. Ég hef einnig framleitt sjö heimildamyndir og skrifað tvær bækur. Reynsla mín í atvinnulífinu í 30 ár áður en ég settist á þing hefur komið sér vel fyrir mig sem þingmaður. Ég er vön að tala og skrifa og er fljót að setja mig inn í flókin mál. Einnig á það afar vel við mig að starfa þar sem ég get komið góðu til leiðar, en það er aðal keppikefli mitt sem stjórnmálamaður.

Kæri kjósandi í Suðvesturkjördæmi
Ég óska eftir stuðningi þínum til áframhaldandi setu á Alþingi og sækist eftir 2.-3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þitt atkvæði í prófkjörinu 10. september nk. skiptir máli – taktu þátt.

• Á Alþingi og í starfi mínu sem stjórnmálamaður legg ég ríka áherslu á:
• Heiðarleika og gagnsæi í stjórnmálum
• Aukin framlög til heilbrigðismála
• Velferðarmál barna og ungmenna
• Stöðugleika í efnahagsmálum
• Ný úrræði fyrir ungt fólk til fasteignakaupa
• Staðfestu í utanríkismálum og vestrænni samvinnu
• Framtíð ReykjavíkurflugvallarKær kveðja, Elín Hirst
alþingismaður