Bryndís Loftsdóttir

Bryndís Loftsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. – 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Bryndís starfar hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Hún er einnig varaþingmaður, leikhúsgagnrýnandi, formaður stjórnar Launasjóðs listamanna og í stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

  • Sækist eftir 3-5. sæti í Suðvesturkjördæmi
  • Starfsheiti: Hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda.

Bryndís er í stjórn Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi og hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn á liðnum árum, setið í málefnanefndum og tekið virkan þátt í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Bryndís er fædd 1970 í Reykjavík, stúdent af fjölmiðlabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og lauk leikaraprófi frá Academy of Live & Recorded Arts í London árið 1994. Eiginmaður Bryndísar er Arnbjörn Ólafsson, viðskiptafræðingur. Þau eiga saman þrjú börn á aldrinum 8-13 ára.