Ásgeir Einarsson

Ég heiti Ásgeir Einarsson og býð mig fram í 4.sæti í prófkjöri flokksins í SV-kjördæmi. Ástæður þess eru meðal annars vilji minn til að halda áfram þeirri góðu vinnu sem ungir Sjálfstæðismenn náðu fram á síðasta landsfundi flokksins. Frelsi eru kjörorð mín við þá vinnu.

  • Sækist eftir 4. sæti í Suðvesturkjördæmi
  • Starfsheiti: Stjórnmálafræðingur/verkefnastjóri
  • Ferilskrá

Ég býð mig fram í baráttu fyrir helstu baráttumálum Sjálfstæðisflokksins. Þar má til dæmis telja upp vinnu um að taka upp nýjan gjaldmiðill. Með breytingum í þessum málum má færa rök fyrir lækkun vaxta, aukningu kaupmáttar, lægri kostnaðar við að lifa o.fl.  Landsflokkur ályktaði að gera breytingar á rekstri Ríkisútvarpsins. Menntamálaráðherra jók hins vegar útgjöld í þann málaflokk. Ég tel mikilvægt að endurskoða RÚV frá grunni. Fyrsta skref væri að taka RÚV af auglýsingamarkaði enda með óþolandi forskot á einkarekna fjölmiðla. Á endanum þætti mér skynsamlegt að selja fyrirtækið í skrefum. Ég vil einnig berjast fyrir breytingu á landbúnaðarkerfinu en um leið og Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir breytingar í átt að meira frelsi á landsfundi, þá gerir ríkisstjórnin búsamninga til 10 ára. Einnig vil ég auka verslunarfrelsi almennings með því að afnema einokunarsölu ríkisins á áfengi. Þá vil ég einnig berjast fyrir því að auðvelda ungu fólk að koma undir sér fótunum með kaupum á sinni fyrstu eign. Sjálfstæðisflokkurinn á að bera höfuðið hátt og leggja verk sín fram á borðið fyrir kjósendur. Enda frábær árangur sem náðst hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar. En alltaf má gera betur eins og fylgistölur sína. Þess vegna tel ég að mikilvægt sé að Sjálfstæðisflokkurinn skapi sér sérstöðu sem eini hægri flokkur Íslands. En það þýðir að flokkurinn berjist af kappi fyrir frelsi einstaklingsins til orð og athafna. Hafni ríkisafskiptum í hinu daglega lífi hvers og eins borgara landsins. Fólk á að halda eftir meiru af tekjum sínum en það gerir í dag. Skattkerfið skal einfalda og líst mér vel á hugmyndir um flatan skatt yfir línuna í kerfinu. gerir í dag. Skatta skal einfalda og líst mér vel á hugmyndir um flatan skatt yfir línuna í kerfinu. Þessa vinnu er ég tilbúinn í og vonast eftir stuðning eins og áður segir í 4.sæti.