Sigríður Ásthildur Andersen

Sigríður er 44 ára alþingismaður. Á alþingi hefur hún lagt áherslu á lækkun skatta og jafnræði meðal skattgreiðanda og beitt sér fyrir auknu einkaframtaki í náttúruvernd. Hún á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd alþingis og er fulltrúi Íslands á þingi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Sigríður hefur verið dálkahöfundur á Morgunblaðinu síðustu ár.

Sigríður er 44 ára alþingismaður. Hún er fædd í Reykjavík og hefur búið þar alla tíð utan eitt ár í laganámi í Madríd á Spáni. Sigríður lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1999 og hefur einnig lesið spænsku við sama skóla. Áður en hún tók sæti á alþing  starfaði hún sem héraðsdómslögmaður og þar áður sem lögfræðingur Verslunarráðs Íslands.

Á alþingi hefur hún lagt áherslu á lækkun skatta og jafnræði meðal skattgreiðanda og staðið vörð um einkaframtak á sviðum þar sem það hefur helst átt undir högg að sækja. Meðal þess sem hún hefur átt frumkvæði að er tillaga um að réttindi hjóna og sambúðarfólks í tekjuskattskerfinu séu að fullu samnýtanleg og tillaga um niðurfellingu á 59% tollum á matvöru. Báðar þessar tillögur voru samþykktar á alþingi. Sigríður hefur haft forgöngu um að draga fram tölur um losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu votlendi og undirstrikað mikilvægi votlendis fyrir lífríki landsins. Hún lagt áherslu á að draga fram betri upplýsingar um losun CO2 á Íslandi liggi fyrir í umræðu um aðgerðir í loftslagsmálum svo heimilin í landinu séu ekki skattlögð að tilefnislausu. Þá hefur hún talað fyrir auknu einkaframtaki í náttúruvernd.

Meðal annarra lagafrumvarpa sem Sigríður hefur lagt fram og eru nú í meðförum þingsins má nefna frumvarp sem afnemur skyldu Reykjavíkurborgar til að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í að lágmarki 23. Skylda til fjölgunar var lögfest af vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur en brýnt er að ábyrgð á fjölgun borgarfulltrúa verði hjá borgaryfirvöldum sjálfum og fjölgun verði ekki með vísan til áskilnaðar í lögum frá alþingi. Um þetta mál má lesa hér. 

Þá hefur Sigríður lagt fram frumvarp sem afnemur skyldu söluaðila eldsneytis til þess að blanda dýrum og mengandi lífolíum í bensín og dísel. Um þetta mál má lesa hér.

Frumvarp Sigríðar um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna lýtur að því að tryggja að auglýsingar í embætti og störf hjá hinu opinbera séu raunverulega einmitt það þjóni tilgangi sínum. Dæmi eru nefnilega um að skipað sé tímabundið í laust starf án auglýsinga og viðkomandi svo ráðinn, á grundvelli reynslu sinnar, eftir auglýsingu. Slíkt gerir meginregluna um auglýsingar í opinber störf að engu. Hér má lesa um þetta.

Fleiri frumvörp, fyrirspurnir og ræður Sigríðar má finna inn á heimasíðu alþingis.
Sigríður á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd alþingis og er fulltrúi Íslands á þingi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Sigríður hefur verið fastur pistlahöfundur nokkurra fjölmiðla í áratugi en síðustu ár hefur hún ritað á hálfsmánaðarfresti í dálkinn Úr ólíkum áttum í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Um persónulega hagi Sigríðar má lesa á heimasíðu hennar, www.sigridur.is