Kristjana G. Kristjánsson

Ég er 31 árs gömul, fædd og uppalin í Orlando, Flórída í Bandaríkjunum en flutti til Íslands í lok árs 2008. Ég er með MS.c í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands, B.S. í fjármálafræði og B.A. í stjórnmálafræði frá University of Florida þar sem ég fékk hæstu einkunn, samhliða náminu þar starfaði ég sem fulltrúi skólans. Einnig er ég nýlega búin að ljúka prófi í verðbréfaviðskiptum.

  • Biður um 4.sæti
  • Starfsheiti: viðskiptastjóri & flugliði

Í gegnum árin hef ég sinnt hinum ýmsu störfum, en frá 2007-2009 vann ég í fjármálageiranum í Washington D.C. og á Íslandi hjá rannsóknarfyrirtækinu Kroll inc, þar vann ég við að aðstoða fyrirtæki við fjárhagslega endurskipulagningu og kom að rannsóknum á fjármálamisferlum ýmiskonar. Ég hef undanfarin ár séð um bókhald og ýmiskonar skipulag fyrir tónlistarhátíðina Secret Solstice. Í dag starfa ég sem flugfreyja og sem viðskiptastjóri hjá Orange Project, leiguskrifstofu fyrirtæki.

Ég hef haft áhuga á stjórnmálum síðan ég byrjaði í háskóla 17 ára gömul. Í University of Florida fór ég að læra stjórnmálafræði samhliða hagfræðinni eftir ég tók þátt í „Get out and Vote“ herferðinni fyrir forsetakosningarnar í USA 2004. Ég gekk því í Sjálfstæðisflokkinn stuttu eftir að ég flutti til Íslands og á síðasta ári var ég kosin í stjórn málfundafélagsins Óðins.

Ég er sammála sjálfstæðisstefnunni sem flokkurinn hefur fylgt frá upphafi og sérstaklega í gegnum erfiðleika eftir fall bankakerfisins sem er nú að sýna verulegan árangur. Mig langar að sjá atvinnulífið byggjast upp að nýju og skapa sterkara samfélag og fleiri tækifæri fyrir ungt fólk til að finna vinnu þar sem menntun þeirra nýtist og er metin til fjár. Ég kom sjálf til íslands í byrjun hrunsins og fór í áframhaldandi nám til að kynnast íslensku samfélagi og til að mynda tengsl en kom svo út „of menntuð“ og ekki með „nógu mikla reynslu.“ Eftir hrun hafa ekki skapast nægilega mörg störf fyrir fólk með langskólamenntun. Ég held að það sé hollt að fá fleiri inn í flokkinn með öðruvísi reynslu og bakgrunn og það má segja það sama með öll fyrirtæki.

Ég vil leggja mitt af mörkum til að bæta lífskjör fólksins. Það er fullt af tækifærum framundan og þá sérstaklega fyrir ungt fólk og konur í Reykjavík.