Jón Ragnar Ríkharðsson

Hef starfað sem sjómaður að mestu sl. þrjátíu og fimm ár en lærði húsasmíði og starfaði sjálfstætt í fimm ár – var með menn í vinnu. Þannig að ég hef bæði verið atvinnurekandi og launþegi. Virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins síðan 2009 og formaður verkalýðsráðs flokksins síðan 2012. Ég legg áherslu á bættan hag eldri borgara, lægri skatta og öfluga grunnþjónustu.

  • Sækist eftir 3. sæti í Reykjavík
  • Starfsheiti: Sjómaður

Ég er kvæntur fimm barna faðir og á eitt barnabarn. Hef starfað sem sjómaður að mestu sl. þrjátíu og fimm ár en lærði húsasmíði og rak fyrirtæki í mannvirkjagerð í fimm ár – var með menn í vinnu. Þannig að ég hef bæði starfað sem atvinnurekandi og launþegi. Sl. átta ár hef ég verið háseti á Ásbirni RE sem er skuttogari. Árið 2009 hóf ég afskipti af stjórnmálum með virku starfi í grasrót Sjálfstæðisflokksins og hef verið formaður verkalýðsráðs síðan 2012 – sem slíkur setið í miðstjórn. Ég legg mesta áherslu á að bæta hag eldri borgara – sá málaflokkur hefur verið vanræktur árum saman þótt ekki megi gleyma að sitjandi ríkisstjórn hefur stigið skref í rétta átt. Það er vilji til staðar og hann vill ég sannarlega efla. Auk þess legg ég áherslu á lækkun skatta, eflingu grunnstoða og einföldun reglugerða til að auðvelt sé að stofna fyrirtæki. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru mikilvægar stoðir efnahagslífsins og einfaldar reglur gefa öllum tækifæri að spreyta sig. Til þess að efla og viðhalda farsælt á Íslandi er nauðsynlegt að sjálfstæðismenni séu við völd – sagan sannar það. Efla þarf samtal milli þings og þjóðar til að skapa traust – þess vegna mun ég boða til funda til að ræða milliliðalaust við þá kjósendur sem vilja. Opnar og hreinskiptar samræður eru alltaf besti lykillinn að trausti – en til þess að lykillinn geti opnað dyrnar þurfa athafnir að fylgja orðum fast á eftir.