Guðlaugur Þór Þórðarson

Guðlaugur Þór Þórðarsson er kvæntur Ágústu Johnson og eiga þau saman tvö börn, þau Þórð Ársæl Johnson og Sonju Dís Johnson en börn Ágústu úr fyrra hjónabandi eru þau Anna Ýr Johnson og Rafn Franklín Johnson Hrafnsbörn. Með þeim býr hundurinn Vaskur sem kætir og gleðir heimilisfólk.

  • Sækist eftir 2. sæti í Reykjavík
  • Starfsheiti: Alþingismaður

Guðlaugur Þór Þór Þórðarsson hefur langa þringreynslu að baki en hann hefur setið á þingi frá árinu 2003 og gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn meðfram þingsetu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1996.

Árin 1993-1997 gegndi Guðlaugur formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og hefur allar götur síðan sinnt ýmsum mikilvægum embættum innan flokksins.

Guðlaugur Þór gegndi ráðherraembætti frá 2007-2009. Fyrst sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og síðar heilbrigðisráðherra. Á þessu kjörtímabili gegnir Guðlaugur Þór varaformennsku í fjárlaganefnd og varaformennsku þingflokksins. Formennsku gegnir hann í þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins og í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES.

Helstu áherslumál Guðlaugs eru:

  • Forgangsröðun í þágu grunnþjónustunnar

  • Húsnæði fyrir ungt fólk

  • Áhersla á hugvitsdrifinn útflutning

  • Heilbrigðisþjónusta á að vera á forsendum sjúklinga

  • Lágir skattar og frelsi í viðskiptum

  • Betur sé hlúð að eldri borgurum


Allar frekari upplýsingar um Guðlaug og stefnumál hans má finna á vefsvæðinu www.gudlaugurthor.is