Brynjar Níelsson

  • Sækist eftir 3. sæti í Reykjavík
  • Starfsheiti: Alþingismaður

Brynjar Níelsson er alþingismaður og hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá apríl 2013. Brynjar er varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar og situr jafnframt í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd alþingis. Hefur einnig setið í umhverfisnefnd og velferðarnefnd á kjörtímabilinu. Var einnig fulltrúi í Íslandsdeild Evrópuráðsins frá 2013 til 2016 en er nú fulltrúi í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.
Brynjar er fæddur 1. september 1960. Hann lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1986. Varð héraðsdómslögmaður 1989 og Hæstaréttarlögmaður 1998. Formaður Lögmannafélagsins 2010-2014. Hefur rekið eigin lögmannsstofu frá 1991. Brynjar er kvæntur Arnfríði Einarsdóttur og eiga þau tvo syni, Einar og Helga.