Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir situr í miðstjórn sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Þórdís Kolbrún hefur unnið að stjórnmálum um árabil. Hún hefur átt sæti á Alþingi fyrir Norðvesturkjördæmi frá árinu 2016 og gegnt embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Íslands frá árinu 2017. Þórdís Kolbrún var aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra frá 2014-2016. Hún var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2018.

Þórdís Kolbrún sat í stjórn Þórs, félags ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi frá 2007–2010, þar af formaður 2008–2009. Í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna 2007–2009. Í umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar 2008. Í umhverfis- og samgöngunefnd Sjálfstæðisflokksins frá 2016.

Sjá nánar á vef Alþingis hér.

Netfang: thordiskolbrun@althingi.is