Jónína Erna Arnardóttir

Er fjörutíu og níu ára Borgfirðingur og Mýramaður nánast í húð og hár. Starfa sem píanóleikari og tónlistarkennari. Sit í sveitarstjórn Borgarbyggðar á mínu öðru kjörtímabili og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Var í mörg ár formaður Sjálfstæðisfélags Mýrasýslu og sat einnig í kjördæmisráði norðvesturkjördæmis.

  • Sækist eftir 2-3. sæti í Norðvesturkjördæmi
  • Starfsheiti: Tónlistarkennari

Ég er gift og á tvö börn 18 og 20 ára. Lauk burtfarar- og píanókennarprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og hélt svo í framhaldsnám í píanóleik til Noregs.  Þar var ég í fimm ár, en flutti síðan heim í Borgarfjörðinn og hef verið þar síðan. Ég sit í sveitarstjórn Borgarbyggðar og er þar á öðru kjörtímabilinu mínu.  Þar hef ég verið formaður Menningarnefndar, Íþrótta- og tómstundanefndar, Borgarfjarðarstofu og er núna formaður Umhverfisskipulags- og Landbúnaðarnefndar. Einnig sit ég í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lauk meistaragráðu í Opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands 2011 og fór svo og lærði að vera leiðsögumaður og kláraði það núna í vetur.
Mitt aðalstarf hefur verið að stjórna kórum, spila með söngvurum og hljóðfæraleikurum og sem kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar.